Um okkur

Rabb ráðgjöf ehf. var stofnað árið 2019 en byggir á gömlum merg. Aðalráðgjafi er Svavar Halldórsson sem hefur mikla reynslu í almannatengslum, markaðsmálum og fjölmiðlun.

Fyrirtækið sér meðal annars um framleiðslu efnis fyrir net og prent, tölvupóstherferðir, vefsíður og samfélagsmiðla. Að auki heldur Rabb ráðgjöf ehf. námskeið og þjálfar stjórnendur í samskiptum við fjölmiðla.

Alþjóðleg verkefni eru undir hatti European Food Marketing. Rabb ráðgjöf ehf. hefur þar aðgengi að teymi öflugra íslenskra og alþjóðlegra sérfræðinga á ýmsum sviðum.

Samstarfsaðilar og viðskiptavinir.