Nú er allt farið að verða ansi jólalegt. Jólalögin óma í útvarpinu og inni í hverri einustu verslun eða veitingastað. Þessi jólastemming með ljósum og lögum fer frábærlega við bolla af jólaglöggi, eða Vin Brulé, eins og drykkurinn heitir á Norður Ítalíu. Hvað maður kallar drykkinn fer eftir því hvar maður er staddur í desember. En heitt vín, kanill og ávextir eru alltaf aðal hráefnin. Þessi frábæri jóladrykkur er líka góður fyrir heilsuna. Eða því halda Ítalir að minnsta kosti fram.

Allavega, jólin eru að koma. En því miður eru margir sem kvíða jólunum og öllu umstanginu sem þeim fylgir. Jólastressið er fylgifiskur þessa árstíma hjá of mörgum. Hvað með jólamatinn? Verður hann eins góður og í fyrra? Síðan eru það allar gjafirnar. Verða allir ánægðir? Þurfa ekki allir að fá ný föt fyrir jólin svo þeir fari ekki í jólaköttinn?

Svörin við spurningunum hér að framan fara eftir því hvernig jól við viljum. Margir verða stressaðir eða jafnvel þunglyndir í aðdraganda jóla. Oft af því fólki hættir til að færast of mikið í fang.
En svörin fyrir þá stressuðu eru í raun ofur einföld. Höldum hæg jól. Eða það sem á ensku er kallað Slow Christmas. Eldum mat sem öllum líkar við en sem er þó einfaldur og ekki of dýr. Njótum jólaljósanna, jólalaganna og alls hins jólalega, án þess þó að fara of hratt í hlutina. Göngum hægt inn um gleðidyr jólanna. Neyslubrjálæði gerir jólin ekkert gleðilegri. Reynum að vera nálægt ásvinum okkar. Það er að öllum líkindum það sem þeir vilja. Öllum er í raun sama um hversu stórar eða dýrar gjafirnar eru. Í alvöru! Það er líka öllum sama hvað fóru markar klukkustundir í að elda jólamatinn eða hvað réttirnir eru margir. Við viljum flest eyða jólunum í friði og ró.

Slökkvum nokkur ljós og keveikjum á kertum. Ekki hafa áhyggjur þótt það sé ekki búið að þrífa allt hátt og lágt. Söfnum að okkur vinum og fjölskyldu ef við getum eða horfum á fallegar jólamyndir í sjónvarpinu. borðum einfaldan og góðan, hreinan, sanngjarnan og heiðarlegan jólamat.
Elskum lífið, njótum hægra jóla. Það er betra fyrir umhverfið og betra fyrir sálina! Gleðileg hæg jól.
