Skiptir máli hverjir stjórna?

Ísland er þekkt víða um lönd sem fyrirmyndarríki þegar kemur að jafnréttismálum. Fyrstu jafnréttislögin voru sett árið 1976, landið skorar hátt hátt í alþjóðlegum úttektum á jafnrétti kynjanna og stjórnvöld hafa sett jafnréttismál á oddinn í utanríkisstefnu sinni. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur sett reglur um kynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja. Íslenskir bændur hafa líka tekið jafnréttismál til alvarlegrar skoðunar inna raða sinna félagasamtaka. … Continue reading Skiptir máli hverjir stjórna?

Óafturkræf náttúruspjöll

Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn. Einstæðir og viðkvæmir stofnarÞað er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í … Continue reading Óafturkræf náttúruspjöll

Samfélagsábyrgð í verki

Heildarlosun frá íslenskri sauðfjárrækt er 291 þúsund tonn kolefnisígilda (CO2) á ári eða sem nemur 28,6 kg á hvert kíló lambakjöts samkvæmt kortlagningu sem sérfræðingar Umhverfisráðgjafar Íslands unnu nýverið fyrir Landssamtök sauðfjárbænda. Í skýrslu þeirra eru annars vegar lagðar til aðgerðir til að draga úr losun með minni áburðarnotkun, eldsneytisskiptum o.fl. og hins vegar mótvægisaðgerðir með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Á grundvelli þessa kynntu … Continue reading Samfélagsábyrgð í verki

Umhverfisvæn opinber innkaup

Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við … Continue reading Umhverfisvæn opinber innkaup

Kolefnisjafnað Ísland

Flest íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu byggja ímynd sína að verulegu leyti á því að vera frá Íslandi. Hreinleiki landsins er því grundvallaratriði í verðmætasköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Að jafnaði aukast verðmætin eftir því sem tengingin við upprunalandið Ísland er meiri. Fá ríki í heiminum eru jafn græn og Ísland. Nánast öll okkar orka kemur frá jarðhita eða … Continue reading Kolefnisjafnað Ísland

Neytendur eiga rétt á að vita!

Samband íslenskra bænda og íslenskra neytenda er einstakt og náið. Það byggir á trausti, heiðarleika og greinargóðum upplýsingum. Að þessu sambandi vilja sauðfjárbændur hlúa. Mikilvægur þáttur í því er að tryggja að neytendur fái réttar og greinargóðar upplýsingar um innhald vöru og framleiðsluhætti. Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok mars var samþykkt sérstök neytendastefna samtakanna, en þetta er í fyrsta skipti sem það er gert.  Yfirskrift hennar er Okkar afurð – okkar mál. Stefnunni má skipta í fjóra meginþætti: Bætta upplýsingagjöf til neytenda, sérstaka neytendavernd fyrir börn, aldraða og sjúklinga, bætt eftirlit í þágu neytenda og siðlega innkaupastefnu hins opinbera.

Continue reading “Neytendur eiga rétt á að vita!”