Er Ísland dauðadeild skyndibitans?

Íslendingar eru þriðja heilbrigðasta þjóð í heimi samkvæmt lista Bloomberg, enda er íslenskt mataræði er það besta í heimi, þökk sé miklu fiskáti og aðgengi neytenda að hreinum og heilnæmum innlendum landbúnaðarafurðum, samkvæmt niðurstöðu breskrar heimildaþáttaraðar BBC 4 fyrir fáeinum árum.

Iceland is the third healthiest country in the world after Spain and Italy according to Bloomberg.

Útlendingum finnst merkilegt að á Íslandi séu engir McDonalds skyndibitastaðir. Keðjan er enda með næstum 40 þúsund staði í rúmlega 120 löndum. McDonalds reyndi að hasla sér völl á Íslandi en skellt var í lás árið 2009. Hjörtur Smárason keypti síðasta hamborgarann og hann hefur síðan verið til sýnis undir glerkúpli.

En McDonalds er ekki eina skyndibitakeðjan sem hefur gefist upp á Íslandi. Burger King, Papa John’s og Krispy Kreme hafa opnað staði hér og lokað svo aftur. Dunkin Donuts á Íslandi var lokað í byrjun árs 2019.

Að undanförnu hafa verið fréttir í íslenskum fjölmiðlum um að íslenska Dominos sé til sölu og orðrómur um að lokað verði á Íslandi. Svo verður þó ekki, fullyrti forstjórinn í nýlegu viðtali við RÚV. 

Aðrar alþjóðlegar keðjur eins og Sbarro, Pizza Hut, Subway og KFC hafa komið sér ágætlega fyrir á Íslandi. Eftir stendur þó að Ísland virðist ekki vera sérstaklega góður markaður fyrir alþjóðlegar skyndibitakeðjur sem selja börnum sykur og fullorðnum ruslfæði.

Við kunnum sem betur fer enn að meta ferskan fisk, heilnæmt lambakjöt og hreint íslenskt grænmeti. Enn ein rósin í hnappagat Íslands!