Ný landbúnaðarstefna

Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Grundvallaratriðið ætti að vera að allur opinber stuðningur við landbúnað sé bundinn við mælikvarða umhverfis- og dýravelferðar. Þannig má greiða fyrir aukinni verðmætasköpun á grundvelli sjálfbærni, sérstöðu og velferðar. Umhverfið, bændur og neytendur munu njóta þessa. Continue reading Ný landbúnaðarstefna

Líf­rænt Ís­land gæti orðið leiðandi á heims­vísu

Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Continue reading Líf­rænt Ís­land gæti orðið leiðandi á heims­vísu

Innlend framleiðsla í gegnum kófið

Liðið ár var eitt það skrýtnasta sem við Íslendingar höfum upplifað. Heilu atvinnugreinarnar lögðust á hliðina vegna Kóvíd faraldursins og atvinnuleysið var 12% undir lok árs. Aldrei hafa sést viðlíka margar hópuppsagnir, ríkissjóður er rekinn með miklum halla og sveitarfélögin í vanda. Ef horft er á jákvæðu hliðina má hins vegar benda á að við höfum farið betur út úr þessu en margir aðrir, samstaða … Continue reading Innlend framleiðsla í gegnum kófið

Af grænþvotti og tímasprengjum

Á meðan kröfur neytenda um umhverfisvænar og siðlegar vörur verða sífellt háværari eykst líka freisting fyrir fyrirtæki að velja grænþvott í stað alvöru breytinga. En grænþvottur er hins vegar líklegur til að koma í bakið á óheiðarlegum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Continue reading Af grænþvotti og tímasprengjum

Af hverju er plast vandamál?

Undnafarið hefur verið mikil umræða um úrgangsplast í náttúrunni og af hverju það er vandamál? Því er í raun auðsvarað. Það er hið gríðarlega umfang og sífellt vaxandi notkun á plasti. Árlega eru framleiddar 348 milljónir tonna af plasti í heiminum. Um 60 milljón tonn af því eru framleidd í Evrópu. Til samanburðar var framleidd 1,5 milljón tonn af plast í heiminum árið 1950. Helmingurinn … Continue reading Af hverju er plast vandamál?

Óafturkræf náttúruspjöll

Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn. Einstæðir og viðkvæmir stofnarÞað er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í … Continue reading Óafturkræf náttúruspjöll

Samfélagsábyrgð í verki

Heildarlosun frá íslenskri sauðfjárrækt er 291 þúsund tonn kolefnisígilda (CO2) á ári eða sem nemur 28,6 kg á hvert kíló lambakjöts samkvæmt kortlagningu sem sérfræðingar Umhverfisráðgjafar Íslands unnu nýverið fyrir Landssamtök sauðfjárbænda. Í skýrslu þeirra eru annars vegar lagðar til aðgerðir til að draga úr losun með minni áburðarnotkun, eldsneytisskiptum o.fl. og hins vegar mótvægisaðgerðir með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Á grundvelli þessa kynntu … Continue reading Samfélagsábyrgð í verki

Umhverfisvæn opinber innkaup

Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við … Continue reading Umhverfisvæn opinber innkaup

Kolefnisjafnað Ísland

Flest íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu byggja ímynd sína að verulegu leyti á því að vera frá Íslandi. Hreinleiki landsins er því grundvallaratriði í verðmætasköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Að jafnaði aukast verðmætin eftir því sem tengingin við upprunalandið Ísland er meiri. Fá ríki í heiminum eru jafn græn og Ísland. Nánast öll okkar orka kemur frá jarðhita eða … Continue reading Kolefnisjafnað Ísland