Af grænþvotti og tímasprengjum

Á meðan kröfur neytenda um umhverfisvænar og siðlegar vörur verða sífellt háværari eykst líka freisting fyrir fyrirtæki að velja grænþvott í stað alvöru breytinga. En grænþvottur er hins vegar líklegur til að koma í bakið á óheiðarlegum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Continue reading Af grænþvotti og tímasprengjum

Samfélagsábyrgð í verki

Heildarlosun frá íslenskri sauðfjárrækt er 291 þúsund tonn kolefnisígilda (CO2) á ári eða sem nemur 28,6 kg á hvert kíló lambakjöts samkvæmt kortlagningu sem sérfræðingar Umhverfisráðgjafar Íslands unnu nýverið fyrir Landssamtök sauðfjárbænda. Í skýrslu þeirra eru annars vegar lagðar til aðgerðir til að draga úr losun með minni áburðarnotkun, eldsneytisskiptum o.fl. og hins vegar mótvægisaðgerðir með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Á grundvelli þessa kynntu … Continue reading Samfélagsábyrgð í verki

Umhverfisvæn opinber innkaup

Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við … Continue reading Umhverfisvæn opinber innkaup

Neytendur eiga rétt á að vita!

Samband íslenskra bænda og íslenskra neytenda er einstakt og náið. Það byggir á trausti, heiðarleika og greinargóðum upplýsingum. Að þessu sambandi vilja sauðfjárbændur hlúa. Mikilvægur þáttur í því er að tryggja að neytendur fái réttar og greinargóðar upplýsingar um innhald vöru og framleiðsluhætti. Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok mars var samþykkt sérstök neytendastefna samtakanna, en þetta er í fyrsta skipti sem það er gert.  Yfirskrift hennar er Okkar afurð – okkar mál. Stefnunni má skipta í fjóra meginþætti: Bætta upplýsingagjöf til neytenda, sérstaka neytendavernd fyrir börn, aldraða og sjúklinga, bætt eftirlit í þágu neytenda og siðlega innkaupastefnu hins opinbera.

Continue reading “Neytendur eiga rétt á að vita!”