Neytendur eiga rétt á að vita!

Samband íslenskra bænda og íslenskra neytenda er einstakt og náið. Það byggir á trausti, heiðarleika og greinargóðum upplýsingum. Að þessu sambandi vilja sauðfjárbændur hlúa. Mikilvægur þáttur í því er að tryggja að neytendur fái réttar og greinargóðar upplýsingar um innhald vöru og framleiðsluhætti. Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok mars var samþykkt sérstök neytendastefna samtakanna, en þetta er í fyrsta skipti sem það er gert.  Yfirskrift hennar er Okkar afurð – okkar mál. Stefnunni má skipta í fjóra meginþætti: Bætta upplýsingagjöf til neytenda, sérstaka neytendavernd fyrir börn, aldraða og sjúklinga, bætt eftirlit í þágu neytenda og siðlega innkaupastefnu hins opinbera.

Continue reading “Neytendur eiga rétt á að vita!”

Erlendir ferðamenn vilja íslenskt lambakjöt

Margt hefur breyst í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Hingað liggur stöðugur straumur ferðamanna með tilheyrandi umsvifum. Á sama tíma skipa samfélagsmiðlar og snjalltæki sífellt stærri sess í lífi okkar flestra. Með þeirra hjálp getum við ennþá betur komið á framfæri réttum skilaboðum um hreinleika okkar einstæðu náttúru og gæði þeirra frábæru matvæla sem hún færir okkur. Öflugt samstarfFyrir rúmu ári tók markaðsstofan Icelandic lamb … Continue reading Erlendir ferðamenn vilja íslenskt lambakjöt